Hide

Problem I
Liðaskipting 2

Languages en is
/problems/lidaskipting2/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Keppnisforritunarfélag Íslands er búið að vera á fullu að græja hluti fyrir keppni. Sem betur fer hefur félagið fengið aðstoð hjá Háskóla Reykjavíkur eins og oft áður. En í ár kom smá babb í bátinn. Vegna tölvuárásarinnar á háskólann týndust viss gögn um liðaskráningu! 1 Nú veit félagið bara hverjir eru skráðir, en ekki í hvaða lið hver skráði sig. Nú er háskólinn farinn að spyrja hvað það þarf mörg borð, sem er erfitt að svara án þess að vita hvað það eru mörg lið. Í hverju liði þarf að vera að minnsta kosti einn keppandi og það mega vera í mesta lagi þrír keppendur í liði. Að þessu gefnu ásamt fjölda skráðra keppenda, getur þú sagt til um hvað eru mörg lið í minnsta og mesta lagi?

Inntak

Fyrsta og eina línan inniheldur eina heiltölu $n$, fjölda skráðra keppenda.

Úttak

Prenta skal tvær línur. Á þá fyrstu skal prenta hvað það gætu verið mörg lið í mesta lagi. Á þá seinni skal prenta hvað það gætu verið mörg lið í minnsta lagi.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

24

$1 \leq n \leq 3$.

2

24

$1 \leq n \leq 30$.

3

24

$1 \leq n \leq 30\, 000$.

4

24

$1 \leq n \leq 10^{12}$.

5

4

$1 \leq n \leq 10^{100}$.

Sample Input 1 Sample Output 1
6
6
2
Sample Input 2 Sample Output 2
61
61
21
Sample Input 3 Sample Output 3
10000000000000000000000000000000000000000
10000000000000000000000000000000000000000
3333333333333333333333333333333333333334

Footnotes

  1. Ekki satt, en árásin átti sér stað!