Problem D
Peningar
Languages
en
is
Tómas er staðsettur í skrítnum heimi. Heimurinn samanstendur af $n$ reitum í hring. Þannig eru reitir $i$ og $i+1$ hlið við hlið fyrir $1 \leq i < n$, og einnig eru reitir $1$ og $n$ hlið við hlið. Í hverjum reit er $a_ i$ mikið af peningum. Tómas byrjar upprunulega í reit $1$. Í hverju skrefi labbar hann um $d$ reiti áfram. Í hverjum reit tekur Tómas alla peningana sem eru í þeim reit. Getur þú sagt okkur hversu mikið af peningum Tómas mun hafa, ef hann heldur þessu áfram þangað til hann getur ekki fengið meiri pening?
Inntak
Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur
$n,d$ ($1 \leq n \leq 10^5$, $1 \leq d \leq 10^{14}$), þar sem
$n$ er fjöldi reita og
$d$ er hversu mikið Tómas
hoppar áfram í hverju skrefi.
Næsta lína inniheldur $n$ heiltölur, $a_ i$ ($1 \leq a_ i \leq 10^9$), sem táknar
hversu mikið af peningum eru í reit $i$.
Úttak
Skrifa á út eina heiltölu, hversu mikið af peningum Tómas mun enda með.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
25 |
$1 \leq n, a_ i \leq 100$, $d = 1$ |
2 |
25 |
$1 \leq n, d, a_ i \leq 100$ |
3 |
50 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 1 1 1 1 1 |
4 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
4 2 1 5 3 5 |
4 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
5 3 1 2 3 4 5 |
15 |