Hide

Problem A
Mæting

Languages en is

Nú þarf að taka saman mætingu nemenda í ÁFLV yfir önnina til að sjá hverjir voru með bestu mætinguna.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur heiltölu $n$, fjölda nemenda í áfanganum. Næst fylgja $n$ línur, hver með nafni á nemenda. Sérhvert nafn inniheldur aðeins enska há- og lágstafi með engum bilum, og hvert nafn er mest $20$ stafir. Næst kemur ein lína með heiltölu $m$, fjöldi kennslustunda. Næst koma $m$ línur, hver lýsir mætingu í eina kennslustund. Hver lína sem lýsir kennslustund byrjar á heiltölu $0 \leq k \leq n$, fjöldi nemenda sem mætti í þann tíma. Svo, á sömu línu, koma nöfn þeirra sem mættu í þann tíma með bili á milli nafna. Heildarlengd allra nafna í inntaki er mest $10\, 000$. Engir tveir ólíkir nemendur eru með sama nafn.

Úttak

Fyrir hvern nemenda skal prenta eina línu með fjöldi tíma sem sá nemandi mætti í, ásamt nafni nemandans með bili á milli. Prenta skal nemendurna í lækkandi röð eftir fjölda mætinga. Innbyrðis röð milli nemenda sem mættu jafn oft skiptir ekki máli.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

30

$n = 1$, $1 \leq m \leq 100$

2

30

$1 \leq n \leq 100$, $m = 1$

3

40

$1 \leq n \leq 100$, $1 \leq m \leq 100$

Sample Input 1 Sample Output 1
5
Jormunrekur
Grimmhildur
Hrollleifur
Hneitir
Gudrun
4
3 Hneitir Gudrun Jormunrekur
3 Gudrun Grimmhildur Hrollleifur
0
1 Gudrun
3 Gudrun
1 Jormunrekur
1 Hrollleifur
1 Hneitir
1 Grimmhildur