Hide

Problem A
Bannorð

Languages en is
/problems/bannord/file/statement/is/img-0001.jpg
Text eftir Michael Dziedzic, Unsplash
Skrifstofulífið er skemmtilega lífið. Á skrifstofunni er alltaf fjör og allir í góðu skapi. En það leiðir oft til kæruleysis. Til að mynda baðstu ritarann þinn um að skrifa minnisblað en í einhverjum gamansham gleymdi hann helstu reglunni á skrifstofunni. Ekkert minnisblað má innihalda bannstafi. Bannstafirnir eru bókstafir ákveðnir í hverri viku. Orð sem innihalda einn eða fleiri bannstaf kallast bannorð. Vegna styttingu vinnuvikunnar hefur þú engan tíma til að skrifa nýtt minnisblað og þarft því að krota yfir öll bannorðin á minnisblaðinu.

Inntak

Fyrst lína inntaksins inniheldur strenginn $S$ sem er ekki tómur. Strengurinn $S$ inniheldur bara lágstafi og enginn þeirra er endurtekinn. Næsta lína inntaksins inniheldur strenginn $M$. Strengurinn $M$ inniheldur bara lágstafi og bil, og er ekki lengri en $10^5$ stafir. Það eru engin aðliggjandi bil í $M$. Strengurinn $S$ inniheldur alla bannstafina í þessari viku og strengurinn $M$ er minnisblaðið sem káti ritarinn skrifaði.

Úttak

Eina lína úttaksins skal innihalda minnisblaðið þar sem öllum bannorðum hefur verið skipt út fyrir orð af sömu lengd sem inniheldur bara stafina ,,*”.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

Strengurinn $S$ er bara einn stafur að lengd.

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
e
we need to improve synergy through team building exercises
** **** to ******* ******* through **** building ********* 
Sample Input 2 Sample Output 2
kmzy
krummi svaf i klettagja kaldri vetrar nottu a verdur margt ad meini verdur margt ad meini
****** svaf i ********* ****** vetrar nottu a verdur ***** ad ***** verdur ***** ad *****