Hide

Problem A
Stafsetning

Languages en is

Benna langaði mjög mikið að hjálpa við undirbúning Forritunarkeppni Framhaldsskólanna þannig hann ákvað að skrifa nokkur dæmi. Benni skrifaði $n$ dæmi í heildina, en í $i$-ta dæminu skrifaði hann $s_i$ stafsetningarvillur.

Unnar er algjört málfræðinörd og fer því yfir stafsetningu og málfar allra dæma. Eftir að Unnar var búinn að lesa yfir öll dæmin hans Benna varð hann alveg forviða yfir því hversu margar stafsetningarvillur voru í dæmalýsingunum hans.

Það mun taka Unnar $m$ mínútur að laga hverja stafsetningarvillu. Unnar er hins vegar í mastersnámi í HR og er að skrifa mastersritgerðina sína, þannig hann getur bara unnið í að laga stafsetningarvillur í $k$ mínútur á hverjum degi.

Unnar má samt ekki vinna í sömu stafsetningarvillu á mismunandi dögum.

Inntak

Fyrsta línan inniheldur þrjár heiltölur $1 \le n,m,k \le 10^5$. Næsta lína inniheldur $n$ heiltölur $1 \le s_i \le 10^9$.

Úttak

Skrifa á út eina heiltölu, minnsta fjölda daga sem Unnar þarf til að laga allar stafsetningarvillurnar. Ef hann mun aldrei geta það þá skal skrifa út :( fýlukall.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

$1 \le n,m,k,s_i \le 1\, 000$

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3 2 5
2 2 1
3
Sample Input 2 Sample Output 2
3 5 4
1 1 1 
:(