Problem G
ASCII Kassi 2
Languages
en
is
Í fyrra litum við aftur í tímann og létum nemendur teikna ASCII kassa sem dæmi. Í ár viljum við líta á hlutina frá nýju sjónarhorni! Því er dæmið í ár að teikna ASCII kassa, en á ská!
Síðast var notað við táknin +, - og | til að teikna kassann. Þegar þessu hefur verið snúið um $45^\circ $ fást þá táknin x, / og \. Hornin á kassanum verða því táknuð með x en hin tvö táknin notuð til að teikna hliðarnar.
Til að kassinn birtist rétt þarf að passa að setja réttan fjölda bila á undan og milli stafanna í hverri línu. Þar að auki má ekki prenta nein auka bil á eftir kassanum í hverri línu, heldur á að koma nýlínustafur beint á eftir seinasta tákni kassans í hverri línu. Efsta lína kassans er þá ávallt einhver fjöldi bila og svo eitt x. Þar næst kemur lína með / vinstra megin fyrir neðan x og Þetta heldur svo áfram þar til hliðarnar eru af réttri lengd. \ hægra megin fyrir neðan x, nema hliðarlengd kassans sé $0$. Loks kemur svo x vinstra megin fyrir neðan / og hægra megin fyrir neðan \. Þetta er svo endurtekið með spegluðum hætti til að klára kassann.
Inntak
Fyrsta og eina lína inntaksins inniheldur eina heiltölu $n$, hliðarlengd kassans.
Úttak
Prentið kassa með hliðarlengd $n$ eins og lýst er að ofan. Hafðu í huga að úttakið þarf að vera nákvæmlega rétt, meira að segja bilstafirnir.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
30 |
$0 \leq n \leq 3$. |
2 |
30 |
$0 \leq n \leq 10$. |
3 |
20 |
$0 \leq n \leq 100$. |
4 |
20 |
$0 \leq n \leq 1\, 000$. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
0 |
x x x x |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
1 |
x / \ x x \ / x |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
2 |
x / \ / \ x x \ / \ / x |