Hide

Problem B
Stafur

Languages en is
/problems/stafur/file/statement/is/img-0001.jpg
Letters eftir Amador Loureiro, Unsplash
Bjarki er nýbyrjaður í skólanum og fyrsta verkefnið hans í ensku er um sérhljóða og samhljóða. Í ensku eru flestir stafir samhljóðar. Stafirnir sem eru sérhljóðar eru a, e, i, o, u og stundum y, en y getur einnig verið samhljóði. Í verkefninu hans Bjarka á hann að segja til hvort stafur tákni sérhljóða. Getur þú hjálpað Bjarka með verkefnið?

Inntak

Inntak er ein lína og hún inniheldur einn hástaf í enska stafrófinu.

Úttak

Skrifið út Jebb ef stafurinn táknar sérhljóða, Neibb ef stafurinn táknar samhljóða eða Kannski ef það er óvíst.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
A
Jebb
Sample Input 2 Sample Output 2
B
Neibb